Hljómey í dag – Það er fílingur! Dagskráin – UPPFÆRT

Uppfært *Smá mistök voru gerð í dagskránni og hér er því uppfærð dagskrá! Breytingin er því þessi:  Hipsumhaps færist framar í dagskránni, verða kl 21 á Bárustíg 8. Smá yfirsjón í skipulagi og vonum við að þetta splúndri ekki plönum gesta. 🙂
Minnum á setninguna kl. 16 í Landsbankanum. Biðjum fólk að vera tímanlega að sækja armbönd, það eru ansi margir enn eftir að sækja armböndin sín.*

Við viljum fyrst byrja á því að þakka öllum þeim sem keyptu miða á Hljómey í ár. Þetta hefur verið viðburðaríkt ferli og er okkur morgunljóst að á hverju ári héðan í frá verður Hljómey haldin, síðasta föstudag í apríl. Við komumst hreinlega ekki hjá því. 

Það er ótrúlegt að finna stuðninginn við verkefnið, allir listamenn til í að ferðast til eyja, heimafólk reiðubúið að opna húsin sín og svo hljóðmenn, dyraverðir og allt okkar besta fólk reiðubúið að aðstoða.

Við viljum minna alla á að hér er um tónleika að ræða, ekki partý. Það er mikilvægt að bera virðingu fyrir tónlistarfólkinu sem fram kemur og ekki síður húsráðendum sem opna stofur sínar. Við er nefninlega öll í þessu saman. 

Við hvetjum fólk til að gera dag úr þessu, koma á setninguna kl. 16:00 – 17:00 og hlusta á frábært tónlistarfólk og sækja armböndin sín, fara í fordrykk á Brothers, út að borða á öllum flottu veitingahúsunum og njóta svo kvöldsins í rölti með vinum og vandamönnum og horfa á frábært listafólk sýna listir sínar. Við endum svo á því að koma öll saman fyrir utan Brothers, þar sem við slúttum hátíðinni með því að syngja nokkur lög.

Áfram við, 

áfram þið 

og áfram Hljómey!

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search