Hlaup í galway 2. október 2021 – myndir

26 manna hópur frá Vestmannaeyjum fór saman til Írlands í hlaup í bænum Galway síðustu helgi

Það voru tæplega 1800 manns sem tóku þátt í Galway Run í ár. Allur ágóði af hlaupinu fer til styrktar ungrar konu og barna hennar sem missti mannin sinn fyrr á árinu. 

Alls tóku 22 þátt í hlaupinu af 26 manna hópnum frá Vestmannaeyjum.

Tveir fóru heilt maraþon 42,2 km þeir Carlos Guani og Bjarni Ólafur Guðmundsson.

Fimm úr hópnum fóru hálft maraþon 21,1 km. Thelma Gunnarsdóttir, Þröstur Jóhannsson, Anna Lilja Sigurðardóttir, Elís Jónsson og Þorgeir Friðgeirsson.

Fimmtán hlupu 10 km, Kata Laufey, Jón Helgi, Gunnar Ingi, Auður, Kolbrún, Birgir, Guðrún Mary, Magnús, Adda, Lára Dögg, Huginn, Gyða, Þóranna, Elín og Guðrún Lilja. 

Mikil gleði var hjá hópnum og allir komu vel út úr þessu hlaupi, þótt Carlos hafi þurft að hætta í 35 km vegna eymsla í hnjám þá var hann sáttur með sitt. 

Margir persónulegir sigrar hjá hlaupurunum. 

10 km hópurinn í rásmarkinu, klár í slaginn
Strákarnir í hálfumaraþoni að hefja keppni
Gunnar Ingi, Thelma, Maggi og Adda á leið á hlaupa stað
Daddi og Carlos tilbúnir í heilamaraþonið
Galway er mjög falleg borg eins og sést, rölt að rásmarkinu
Strákarnir í hálfu heldur betur klárir í hlaupið. Þorgeir, Þörstur og Elís.
Anna Lilja á endasprettinum eftir 21,1 km
Maggi Braga fagnar í endamarkinu.
Daddi henti sér út í á í kælingu eftir 42,2 km hlaup.
Carlos sáttur eftir átökin
Nonni og Kata Laufey sátt eftir 10 km
Það er alltaf bara eintóm gleði – á leið í rásmarkið
Guðrún Lilja og Þröstur sátt eftir frábært hlaup. Guðrún tæklaði 10 km og Þröstur 21,1 km
Carlos reyndi við heilt maraþon, en varð að hætta eftir 35 km þar sem hnéin gátu ekki meira. Hér eru Theó og Carlos rétt eftir hlaup. En Theó var heldur betur ómetanleg á hliðarlínunni fyrir alla hlauparana.
Loka spretturinn hjá Kötu Laufey og Gunnari Inga var ekkert grín, en þarna var klukkan á endamarkinu 1:07 og það var að spretta til að ná.
Elín og Þorgeir alsæl eftir hlaupið sitt. Elín fór 10 km og Þorgeir 21,1 km
Elís og Þóranna á bleiku skýi eftir sín hlaup. Þóranna rúllaði upp 10 km og Elís fór létt með 21,1 km
10 km hópurinn eftir hlaup. Og var hér tilbúinn í að hvetja áfram hálfmaraþon hlauparana sem voru að leggja af stað.
Anna Lilja Sigurðardóttir skálar eftir flott hálfmaraþon.
Vinkonurnar Thelma og Gyða. Thelma á leið í hálfmaraþon og Gyða hér ný búin með sína 10 km
Maggi og Adda skála eftir frábært hlaup. Þau fóru 10 km
Elís brosti allan hringinn eftir hlaup.
Hópurinn fór nokkrum sinnum út að borða saman í ferðinni. Hér eru allir saddir og sáttir eftir eina slíka ferð.

 

 

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search