26 manna hópur frá Vestmannaeyjum fór saman til Írlands í hlaup í bænum Galway síðustu helgi
Það voru tæplega 1800 manns sem tóku þátt í Galway Run í ár. Allur ágóði af hlaupinu fer til styrktar ungrar konu og barna hennar sem missti mannin sinn fyrr á árinu.
Alls tóku 22 þátt í hlaupinu af 26 manna hópnum frá Vestmannaeyjum.
Tveir fóru heilt maraþon 42,2 km þeir Carlos Guani og Bjarni Ólafur Guðmundsson.
Fimm úr hópnum fóru hálft maraþon 21,1 km. Thelma Gunnarsdóttir, Þröstur Jóhannsson, Anna Lilja Sigurðardóttir, Elís Jónsson og Þorgeir Friðgeirsson.
Fimmtán hlupu 10 km, Kata Laufey, Jón Helgi, Gunnar Ingi, Auður, Kolbrún, Birgir, Guðrún Mary, Magnús, Adda, Lára Dögg, Huginn, Gyða, Þóranna, Elín og Guðrún Lilja.
Mikil gleði var hjá hópnum og allir komu vel út úr þessu hlaupi, þótt Carlos hafi þurft að hætta í 35 km vegna eymsla í hnjám þá var hann sáttur með sitt.
Margir persónulegir sigrar hjá hlaupurunum.






















