Verkefnið ,,Út í sumarið“ bauð upp á hláturjóga og kaffisamsæti í sal dagdvalarinnar
Þátttakan var mjög góð og tóku 74 eldri borgarar þátt. Hópurinn var mjög blandaður þar sem fólk kom utan úr bæ, úr dagdvöl og af Hraunbúðum til að taka þátt í gleðinni. „Yndislegur hópur“ sagði Steini frá Gleðismiðjunni eftir viðburðinn og eru það orð að sönnu segja Thelma og Kolla.