Hlakkar til að kynna fólki fyrir nálum og skálum

Sigurlaug Bj. Böðvarsdóttir hefur nýlokið námi í kínverskum læknis- og grasafræðum og ætlar að bjóða upp á nálastungur og cupping meðferðir

Tígull fékk að vita nánari upplýsingar um það sem hún er að bjóða uppá.

Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Baui og Dísa, maðurinn minn er Georg Ögmunds og saman eigum við Lindu, Bryndísi, Benjamín, Boga, Úlf Baua og Öglu Hrönn

Aldur: Eðal árgangur 80…

Menntun: Ég á 20 ára sjúkraliða afmæli í ár og er núna líka með próf í kínverskum læknis- og grasafræðum.

Hvað er námið langt sem þú varst að klára?  Ég var í tæp 3 ár á skólabekk. Þetta var bæði fræðilegt nám um kínverska heimspeki og hvernig hún tengist líkamlegri og andlegri heilsu okkar. Það var t.d. farið yfir fræðin um yin og yang, frumöflin 5 sem við fæðumst í (eldur, jörð, málmur, vatn og viður), líffærin sem tilheyra þessum frumöflum, lífsorkuna Qi, orkuflæði 

líkamans, samanburð á vestrænni og austrænni hugsun og hvernig allt þetta tengist svo í manninum sem ein heild! Andinn, líffærin, líkaminn, tilfinningar og svona mætti lengi telja. Síðan lærðum við um orkupunktana sem eru vel á fjórða hundrað, hvar hver og einn er staðsettur á líkamanum og hver virkni hvers punktar er. 

Af hverju fórstu í þetta nám? Hvað varð til þess? Ég var lengi búin að vera að hugsa um að bæta við mig einhverju námi. Georg hafði farið á námskeið í nálastungum og mér fannst það spennandi. Þegar ég sá svo auglýsingu um námið ákvað ég að stökkva til og hef ekki séð eftir því.

Hvernig virka nálastungur? Í stuttu máli má segja að nálastungur séu eitt elsta form lækninga í heiminum. Örþunnum, einnota, sótthreinsuðum nálum er stungið í sérvalda orkupunkta á líkamanum eftir því hver einkennin eru. Jafnvel þó tveir einstaklingar komi með sömu einkenni þá getur t.d. púls eða tunga gefið til kynna að það sé sitthvor orsök af vandanum. Hver og einn fær því alltaf sérsniðna meðferð.

Markmiðið með nálarstungum er að tryggja gott orkuflæði í líkamanum og stuðla þannig að bættri andlegri og líkamlegri heilsu.

Einnig er hægt að einblína á sértæka vanda, eins og t.d. svefn, bakverk, tennisolboga, mígreni, breytingarskeið, exem og margt, margt fleira. 

Ég mun líka bjóða uppá sérstaka slökunartíma þar sem eru notaðar nálar, olíur og orkupunktar nuddaðir.

 Hvernig virkar Cupping meðferð og bara hvað er það og fyrir hverja er hún best? Cupping er eins og nálastungur gömul aðferð sem hentar flest öllum í hvaða líkamlega formi sem er. Cupping eru sogskálar sem eru settar á húðina, við það myndast undirþrýstingur sem getur t.d. dregið úr verkjum, aukið blóðflæði, dregið úr bólgum, losað um vöðvaspennu og losað um bandvef svo eitthvað sé nefnt.

Hvar verður þú til húsa? Ég verð aðallega á Heilsueyjunni við hliðina á Hótel Vestmanneyjum. En ef einhver á erfitt með aðgengið þá get ég mætt hvert sem er.

Hvernig er best að panta tíma? Bæði hægt að hringja í mig í síma 8696042 og senda skilaboð á mig á facebook, ég er líka með síðu þar sem heitir nálastungur, cupping og jurtir í Vestmannaeyjum.

Eitthvað að lokum? Ég hlakka ótrúlega mikið til að kynna fólk fyrir nálum og skálum. Ég lenti sjálf í því að veikjast fyrir nokkrum árum og nálastungur hafa hjálpað mér mjög mikið svo ég vona að ég fái tækifæri til að hjálpa sem flestum að ná bættri líðan.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search