Föstudagur 1. desember 2023

Hjörvar Gunnarsson nýr framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV

Hjörvar Gunnarsson er nýráðinn framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV. Hann er fæddur árið 1992 hér í Eyjum og er sonur Gunnars Rafn Einarsson og Laufeyjar Sigurðardóttur en systkini hans eru þau Ásta Lilja og Sigurður Björn. Hann hefur mikinn áhuga á handbolta og rekstri en hann flutti frá Vestmannaeyjum 2016 þegar hann fór í háskólanám en þá lauk hann við BS í viðskiptafræði. Hjörvar er nýfluttur til Eyja en hann tók við framkvæmdarstjórastöðunni 1. september síðastliðinn. Blaðamaður Tíguls fékk að spyrjast útí nýja starf hans og hlutverki hans sem framkvæmdarstjóri handknattleiksdeildar ÍBV.

Hvað hefur þú verið að bardúsa síðustu árin?

Hef verið að reka mín fyrirtæki ásamt því að vinna hjá Miðlun ehf sem sölumaður.

 

Hvernig leggst starfið í þig?

Starfið leggs hrikalega vel í mig. Verður frábært að fá að vinna með þessu frábæra fólki sem er í kringum handboltann í Eyjum.

 

Í hverju felst starfið þitt hjá ÍBV?

Starfið félst í því að sjá um allann rekstur á handboltadeild ÍBV. Halda utan um fjármál deildarinnar, skipuleggja ferðalög, sjá um fjáraflanir, yfirumjón á leikdögum, samskipti við HSÍ og margt annað sem fellur til.

 

Hvað kom til að þú sóttir um starfið?

Áhugavert tækifæri að fá að vinna við áhugamálið og fá að hjálpa til við að byggja enn frekar á þetta frábæra handboltastarf sem hefur verið byggt upp í Eyjum undanfarin ár.

 

Hvernig eru tengslin þín við ÍBV?

Ég spilaði upp alla yngri flokka hjá ÍBV bæði í fótbolta og handbolta. Æfði síðan með meistaraflokki  í nokkur ár áður en ég flutti til Reykjavíkur í nám.

 

Hvernig líta liðin út fyrir veturinn?

Mér finnst liðin líta mjög vel út mikið af ungu og efnilegum leikmönnum að koma upp í bland við reynslubolta.

 

Eitthvað að lokum?

Vona að ég sjái sem flesta á vellinum í vetur, því stuðningurinn skiptir gríðarlega miklu máli.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is