Fimmtudagur 29. september 2022

Hjólavika í Grunnskóla Vestmannaeyja 25-28 og 31.maí í íþróttum

Í vikunni núna 25.-28. og 31. maí verður hjólavika í íþróttum hjá 1.-10.bekk

Þá mega nemendur koma með hjól, hlaupahjól, hjólabretti eða línu/hjólaskauta.

Rafmagnshlaupahjól eru ekki í boði þar sem við ætlum að nota tækin til að hreyfa okkur og gera þrautir.

Það fá því allir nemendur 2 tíma þessa vikuna í þessu skipulagi, þ.e. báða sína íþróttatíma.

Þeir nemendur sem eiga íþróttatíma á mánudögum fá sinn mánudagstíma 31. maí.

**Sundtímar halda sér á sínum tíma.

1.bekkur mun vera í sínum íþróttatímum við Hamarsskóla og hjóla þar á afmörkuðu svæði.

2.-10. bekkur er við íþróttahús.

Minnum á að það er hjálmaskylda fyrir 15 ára og yngri.

Þetta eru okkar síðustu dagar í íþróttum og sundi þennan veturinn en síðasti dagurinn er 1.júní þar sem við munum vera með eitthvað skemmtilegt í boði eftir það taka við sólskinsdagar.

Vonum að veðrið verði okkur hliðhollt þessa vikuna segir í tilkynnigu frá Íþróttakennurum Grunnskólans.

Og þakka þau fyrir fjölbreyttan, góðan og skemmtilegan vetur.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is