Hjálparstarf í Nakuru í Keníu – Hugur þeirra og hjarta mest hjá ungu konunum í kvennaathvarfinu

Hjónin Steingrímur og Þóranna hafa í mörg ár fylgst með starfi kirkna og hjálparstarfs í fjarlægum löndum og sjálf farið víða og styrkt börn. Þau voru í mörg ár að sinna sínum sex börnum og hugsuðu þá með sér að þegar börnin væru fullvaxta og þau tvö eftir væri tækifæri fyrir þau til að leggja lóð á vogarskálina.

Fóru fyrst til Nakuru fyrir fjórum árum
Fyrir nokkrum árum kynntust þau dönskum hjónum, Leif og Susanne, sem hafa starfað í Nakuru í Keníu í tuttugu og fimm ár. Starfið er í útjaðri stórborgar í fátæktarhverfi og er þar rekinn grunnskóli, leikskóli, saumaskóli, heimili fyrir munaðarlaus börn og kvennaathvarf. Þau hjónin fóru til þeirra fyrir fjórum árum og hjálpuðu til við ýmislegt, kennslu, matseld og margt fleira. Þau fóru aftur fyrir ári síðan og var hugur þeirra og hjarta mest hjá ungu konunum í kvennaathvarfinu. Flestar eru innan við tvítugt og hefur verið hent út frá heimilum sínum eftir af hafa verið jafvel nauðgað af fjölskyldumeðlim.

Ömurlega aðstaða stúlknanna
Aðstaða stúlknanna er þannig að við gætum ekki samþykkt að dvelja þar, holur í gólfi og léleg hreinlætisaðstaða. Áður en við fórum heim í fyrra sögðum við að við gætum gert eitthvað í þessu, segir Þóranna.
Þau töluðu við verktaka á stað-
num sem var tilbúinn að taka verkið að sér fyrir upphæð sem þau myndu ráða við að greiða. Þau hafa nú þegar greitt inn á verkið til að verktaki geti hafist handa við að lagfæra húsnæðið þar sem þær sofa, dveljast og einnig lagfæra salernisaðstöðu þeirra. Það hefur spurst út hvað þau eru að gera og margir hafa sýnt áhuga á að fá að styrkja það. Allt sem safnast fer beint til verksins. Þau hafa sagt fjölskyldu og vinum frá þessu verkefni og margir hafa sýnt áhuga á að fá að vera með. Því vilja þau bjóða bæjarbúum að leggja eitthvað að mörkum og sjá líf margra batna. Hjónin fara til Kenía núna í október og verða í níu vikur eða fram að jólum. Einnig munu þau heimsækja skóla ABC hjálparstarfs í höfuðborginni Naíróbí þar sem þau munu sinna ýmsum verkefnum og sálgæslu.

Þau hafa tekið frá reikning sem þau leggja inn á fyrir þetta verkefni;
Þóranna M. Sigurbergsdóttir
kt. 1211555919
0185 -26 – 003667
Blessunarkveðjur til ykkar allra,
Steingrímur og Þóranna

Nánari upplýsingar um starfið
er á netsíðu: New Life Africa International
www.newlife-africa.org/Women Crisis Center

Tígull mun fylgjast með verkefninu og fá reglulega fréttir frá þeim hjónum og leyfa bæjarbúum að fylgjast með framgangi verkefnisins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search