Gíslína Dögg Bjarkadóttir listakona er þessa dagana með sýningu í Reykjavík eða nánar tiltekið á Tryggvagötu 17. Sýningin opnaði í gær 9.desember og stendur til og með 23.desember, fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14:00-17:00
Hittingur / Encounter / Spotkanie er sýning fjögurra listamanna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa nýlega gengið til liðs við Íslenska grafík. Þetta eru þau Gíslína Dögg Bjarkadóttir, Hlynur Helgason, Elín Edda Árnadóttir og Anna Pawlowska.
Þrátt fyrir að að tilurð sýningarinnar og samsetning sé tilviljunarkennd er áhugavert að sjá að þar birtist bæði áhugaverður kontrast í efnistökum en einnig hvernig ólíkir listamenn ná að spila saman á sýningunni, nokkuð sem er dæmi um það sem kallast getur ‘tíðarandi“.