Hin hliðin á Sigurgeir ljósmyndara í Einarsstofu í dag: Litir og skuggar í fjöru- og sjávarpollum –

„Ég sýni mjög afmarkaðar myndir sem virkar ekki mjög áhugavert þegar maður segir það, en í þeim legg ég áherslu á fjöru- og sjávar-
gróður. Það sýnist kannski ekki mjög spennandi en þarna er ég að sýna að ljósmynd er ekki bara ljósmynd,“ segir Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari sem sýnir í Einarsstofu kl. 17.00 í dag. Sýningin er hluti af Safnahelgi og sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Þarna skoðar Sigurgeir það smáa í náttúrunni og einbeitir sér að fjörunni. Þær hafa orðið til á löngum tíma en ferill Sigurgeirs sem ljósmyndara spannar heil 70 ár.

„Mig langar að benda fólki á að það sem það sér sem fallegt er eitthvað meira og að fram komi hvernig náttúran varð til. Það er ljósmyndarans að höfða til áhorfandans þannig að honum finnist hún einhvers virði og sé falleg,“ segir Sigurgeir um þetta hugðarefni sitt. Og það þarf margt að haldast í hendur til að dæmið gangi upp og myndin verði eins og hann vill að hún verði.
„Fjara er ekki bara fjara og það er að ýmsu að huga áður en lagt er af stað. Vandamálið sem maður stendur frammi fyrir er að myndefnið sé til staðar, birtuskilyrði eins og maður vill hafa þau. Það þarf að gerast á bláfjöru og við þau skilyrði að myndefnið skili sér sem best. Að vera á réttum stað og á réttum tíma eins og sagt er,“ segir Sigurgeir.

Ein mynd kostar þolinmæði
Mikið af myndunum eru teknar í fjöru- og sjávarpollum. „Og það þarf að vera alveg stafalogn og eins og ég sagði áðan, öll skilyrði að vera hagstæð til að maður nái því sem ég ætla mér.“
Ljósmyndun er þolinmæðisvinna og það var stundum ekki tekið út með sældinni þegar notast var við filmur. „Það gat tekið mig mörg ár að ná því sem ég ætlaði mér. Þurfti að mæta mörgu sinnum á staðinn. Þegar maður tók myndir á filmuvélar þurfti maður að bíða og sjá árangurinn. Þurfti maður að senda filmurnar til útlanda í framköllun og bíða svo í þrjár til fimm vikur eftir að fá þær til baka. Það er ekki eins og í dag, með stafrænu tækninni að þú tekur 30 til 40 myndir og sérð strax hvort þær hafa heppnast eða ekki. Og velur þá bestu.“
Aðspurður um sýninguna á föstudaginn segir Sigurgeir að myndirnar séu að mestu teknar 30 til 50 ára tímabili. „Viðfangsefnið er mest Heimaey en eitthvað úr öðrum eyjum. Það er ekkert landslag, er kannski frekar leikur að litum og skuggum ásamt mannamyndum,“ segir Sigurgeir að endingu.
Eins og áður segir spannar ljósmyndaferill Sigurgeirs um sjö áratugi. Hann var í fjölda ára ljósmyndari fyrir Morgunblaðið. Sigurgeir og fjölskylda afhentu Vestmannaeyjabæ myndasafnið til varðveislu sjötta janúar 2014. Það er um fjórar milljónir mynda og hefur að geyma sögu Vestmannaeyja í myndum frá 1960.

Er ennþá
Sigurgeir sem varð 85 ára í haust er enn að mynda og vinnur við flokkun mynda sinna í Safnahúsinu.
Sigurgeir var valinn Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2006 og Eyjafréttir völdu hann mann ársins 2016. Þeir er ekki margt Eyjafólkið sem ekki hefur lent á mynd hjá Sigurgeir og myndir eftir hann hafa farið víða. Frægastar eru myndir hans af Surtseyjargosinu 1963 og hann tók margar eftirminnilegar myndir í Heimaeyjargosinu 1973. Nú gefst tækifæri á að kynnast hinni hliðinni á Sigurgeir í Skuld sem hefur skilað af sér þriðja stærsta ljósmyndasafni landsins og því stærsta sem einkaljósmyndari á Íslandi hefur tekið.
Sýningin hefst klukkan 17.00 á föstdaginn og er fólk beðið um að athuga breyttan sýningartíma sem er vegna Safnahelgar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search