19.06.2020
Þjóðhátíðardagurinn var nokkuð hefðbundinn um borð í varðskipinu Þór, en þar dró helst til tíðinda að áhöfn skipsins hífði 15 metra rekaviðardrumb um borð sem auðveldlega hefði getað orðið til vandræða fyrir minni skip og báta, að því er segir í færslu Landhelgisgæslunnar á Facebook.
Margir vörðu þjóðhátíðardeginum á sjó, en í hádeginu í gær voru 822 skip og bátar á sjó og höfðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar því í nógu að snúast.
