Blátindur - Tígull

Hífa á Blátind á þurrt sem fyrst

19.02.2020

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja funduðu í gær og var meðal annars rætt um framtíð Blátinds.

Vélbáturinn Blátindur VE21 sökk í höfninni í Vestamannaeyjum föstudaginn 14 febrúar sl. Fyrst losnaði báturinn af stæði á Skansinum og flaut út í höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju. Hann flaut í um 20 til 30 mínútur eftir að honum var náð aftur upp að bryggju, áður en hann sökk. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar gerðu hvað þeir gátu til að halda bátnum á floti en allt kom fyrir ekki og fór hann niður við Skipalyftukantinn.Blátind hafði verið komið fyrir í stæði á Skanssvæðinu í Vestmannaeyjum vorið 2018, þar sem hann var hafður til sýnis.

Blátindur var smíðaður í Eyjum árið 1947. Hann var gerður út héðan til ársins 1958 þegar hann var seldur og gerður út frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var skipið notað sem varðskip á Faxaflóa sumrin 1950 og 1951 og var Blátindur þá búinn fallbyssu. 

Niðurstaða ráðsins var sú að hífa Blátind upp til að kanna ástand hans. Starfsmenn hafnarinnar ásamt köfununarþjónustu GELP hafa unnið að því að meta ástand bátsins. Unnið er að því að útvega þann búnað sem þarf til að að lyfta bátnum við fyrsta tækifæri. Taka þarf tillit til margra atriða í slíku verki m.a. ástands bátsins, þetta er töluvert flókið verkefni þar sem skipið er þungt. Ráðið óskar eftir því að unnið sé af fyllstu varkárni til að koma i veg fyrir frekari skemmdir eða slys. Þegar búið er að hífa skipið á þurrt þá verða skemmdir metnar og út frá því tekið ákvörðun um hvað skal gera.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is