21.04.2020
Myndir af starfsfólki HSU í Eyjum sem hann Bjarni Sigurðsson eða Basi Ljósmyndari tók.
Tígull heyrði í Bjarna og forvitnaðist örlítið um þetta verkefni hjá honum.
Mig langaði að sýna fólki andlitin á bakvið grímurnar. Grímurnar, hanskar og annar hlífðarbúnaður er staðalbúnaður hjá starfsfólki HSU, þar sem ég starfa sem yfirmatreiðslumaður.
Það er gríðalega þreytandi að vinna undir þessu álagi og hefur starfsfólk HSU staðið sig eins og hetjur og það má segja að það séu forréttindi að fá að vinna með þessu framlínufólki.
Með þessum myndum næ ég að heiðra þau og þakka fyrir mig.
Myndirnar eru teknar til að sýna fólki persónurnar á bakvið grímurnar í Covid-19 stríðinu.
Takk kærlega fyrir að vilja vera með mér í þessu skemmtilega verkefni segir Bjarni að lokum til starfsfólks HSU.
Einnig vill Tígull koma á framfæri innilegu þakklæti til duglega starfsfólks HSU þið eruð hetjur.