Vísir/Vihelm

Hert­ar aðgerðir til skoðunar en það verðu gert með fyrirvara

20.03.2020 kl 15:00

Staðfest var á upp­lýs­inga­fundi í dag að til skoðunar væri að herða aðgerðir sam­komu­banns­ins, en í dag er til dæm­is miðað við að þrösk­uld­ur á stærð hópa sé 100 manns. Sagði Víðir Reyn­is­son hjá al­manna­vörn­um að all­ar slík­ar aðgerðir yrðu þó kynnt­ar með fyr­ir­vara.

Á fund­in­um kom fram að sam­kvæmt spálíkani sem kynnt var fyr­ir tveim­ur dög­um væri staðan nú í takt við svört­ustu spá. Bæði Alma Möller land­lækn­ir og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir sögðu að líkanið væri að þró­ast og að bú­ast mætti við að það héldi áfram að þró­ast eft­ir því sem liði á far­ald­ur­inn.

Var spurt hvort herða ætti aðgerðir vegna þessa, meðal ann­ars hvort horft væri til út­göngu­banns. Sagði Víðir að núna væri verið að reyna að átta sig bet­ur á ár­angr­in­um af smitrakn­ing­um, sótt­kví og ein­angr­un. Sagði hann að margt væri í skoðun og það þyrfti ekki endi­lega að grípa strax til út­göngu­banns. Þannig ætti líka að horfa frek­ar til þess að fólk passaði sig bet­ur og hefði ekki sam­neyti við fólk í sótt­kví. Hins veg­ar kæmi líka til skoðunar að herða sam­komu­bannið, meðal ann­ars með að lækka þrösk­uld­inn í sam­komu­bann­inu um­tals­vert, en í dag er miðað við 100 manns.

Víðir Reyn­is­son var spurður út í harðari aðgerðir á völdum stöðum og voru þar nefnd tvö bæjarfélög Hvammstangi og Vestmannaeyjar. Víðir sagði að rætt hafi verið að grípa til harðari aðgerða bæði á þessum stöðum sem og á landinu öllu.

Sagði Víðir að ef brugðið yrði á það ráð að herða sam­komu­bannið yrði það gert með fyr­ir­vara. Ekki yrði brugðist við með hert­um aðgerðum „í dag eða á morg­un“.

Á fund­in­um var jafn­framt spurt út í aðgerðir annarra landa sem væru harðari en hér og af hverju aðgerðir hér væru ekki harðari og víðtæk­ari. Sagði Þórólf­ur að unnið væri út frá hættumats­líkön­um og að ákveðið hefði verið að elta hvert ein­asta smit og koma fólki í sótt­kví eða ein­angr­un ef við ætti. Sagði hann að sam­kvæmt vís­inda­rann­sókn­um sem þau byggðu á væri þetta besta aðferðin. Eng­ar þjóðir í Evr­ópu ynnu eft­ir þessu en þetta hefði gef­ist mjög vel til dæm­is í Singa­púr og Suður-Kór­eu. Nefndi hann að ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um hefði ekki verið gripið til jafn harðra aðgerða í upp­hafi og hér á landi og von­andi væri það að hjálpa okk­ur nú að þurfa ekki að grípa til jafn harðra aðgerða og þar er þörf í dag.

Greint er frá þessu á mbl.is ásamt fleiru.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search