Miðvikudagur 24. apríl 2024

Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV í léttu spjalli

Hvernig kom það til að þú og ÍBV hófuð samræður? 

Ég fékk símtal frá Daníel Geir, formanni ÍBV, sem spurði hvort það væri ekki góð hugmynd að koma saman og ræða málin. Verandi Eyjamaður í húð og hár var það engin spurning.

Verður þú búsettur hér allan tímann yfir undirbúningstímabilið og svo í sumar?

Já, við fjölskyldan erum að undirbúa flutning á eyjuna fögru í byrjun janúar. 

Mun fjölskyldan líka flytja til Eyja?

Já, við Alexandra erum með stóra fjölskyldu og það kom aldrei annað til greina. Þrír litlir verðandi eyjapeyjar og svo er spurning hvort ég fái dæturnar ekki í ÍBV í sumar! 

Sérðu fyrir þér miklar breytingar á leikmannahópi?

Nú hefst vinnan að alvöru og ég fer strax í að kynnast hópnum og svo leiðir tíminn í ljós hvaða breytingar verða.

Ertu með einhvern í huga sem verður þér til aðstoðar, aðstoðarþjálfari?

Vissulega, það er allt í vinnslu.

Er eitthvað sem þú myndir vilja koma á framfæri?

Við fjölskyldan erum full tilhlökkunar að gera okkur heimili á eyjunni og ég er gríðarlega spenntur að taka til starfa við þetta frábæra tækifæri – það verður taumlaus gleði á Hásteinsvelli næsta sumar! 

Sjáumst á vellinum !

Takk fyrir 

Hermann 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search