Herjólfur er búinn að sigla í allan dag til Landeyjarhafnar og eins og staðan er núna er ölduhæðin 3.5m. Við reiknum bara með blómunum á morgun segir Svanur vélstjóri á facebookar síðu sinni í dag.
Nokkrir farþegar sem fóru í dag tjáðu sig einnig á facebook með hve ánægðir þeir voru og í raun hissa því þeir bjuggust við að færi yrði til Þorlákshafnar. Skipstjórar Herjólfs eru greinilega að ná góðum tökum á að stýra skipinu sem eru náttúrlega frábærar fréttir fyrir okkur sem eigum heima á eyjunni fögru.
Myndina á Tryggvi Sigurðsson