23.10.2020
Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar þar til annað verður tilkynnt
Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00, 09:30, 12:00, 17:00, 19:30 og 22:00
Brottför frá Landeyjahöfn kl 08:15, 10:45, 13:15, 18:15, 20:45 og 23:15
– Við viljum góðfúslega benda fólki á að þegar þetta tímabil gengur í garð þá er alltaf hætta á færslum milli hafna og því ekki æskilegt að skilja bifreiðar eftir í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.
Við biðlum einnig til farþega okkar að virða grímuskylduna um borð í ferjunni sem og að huga vel að sóttvörnum.