10.07.2020
Vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi n.k þriðjudag og miðvikudag (14-15. júlí) viljum við beina því til farþega sem þurfa að ferðast til eða frá Vestmannaeyjum að ferðast fyrr en seinna.
Fulltrúi félagsmanna í SÍ hafnaði boði stjórnar Herjólfs ohf. Frekari fundir hafa ekki verið boðaðir og því liggur fyrir að boðað verkfall í næstu viku stendur eins og SÍ hefur boðað.
Ef aðstæður breytast gefum við út tilkynningu.
Verkfall sem þetta setur mark sitt á allt samfélagið í heild sinni. Ef viðskiptavinir vilja koma ábendingum sínum á framfæri má endilega senda okkur tölvupóst á skrifstofa@herjolfur.is eða hafa samband í síma 4812800 og fá samband við næsta yfirmann.
Segir í tilkynningur Herjólfs ohf