Í tilkynningu frá Herjólfi kemur fram að ekki sé hægt að sigla í dag, hvorki í Landeyjahöfn né Þorlákshöfn.
Því miður falla einnig niður siglingar seinnipartinn í dag þar sem ófært er til bæði Landeyjahafnar og Þorlákshafnar vegna veðurs og sjólags. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga.
Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu okkar til þess að færa bókun sína.
Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn, þá gefum við út tilkynningu kl. 06:00 í fyrramálið.
Mynd: Heimir Hoffritz