28.01.2020
Í morgun silgdi Herjólfur í fyrsta sinn eingöngu á rafmagni yfir í Landeyjarhöfn, Tígull heyrði í Sigmari Loga skipstjóra, hann sagði að allt hafi gengið eins og í sögu. Herjólfur var að sigla til baka til Eyja þegar Tígull heyrði í Sigmari en þá voru þau komin af rafmagninu því ekki er búið að full klára hleðslutenginguna í Landeyjarhöfn en það stendur til um leið og veður lofar.
Herjóflur siglir til Landeyjarhöfn í dag og þar til annað verður tilkynnt svo það er bara eintóm gleði framundan.

forsíðumynd á hann Hólmgeir Austfjörð