Í dag 29.nóvember fer fram svokölluð handboltatvenna í TM höllinni í Garðabæ, þar sem bæði karla- og kvennalið ÍBV mæta Stjörnunni. Stelpurnar spila klukkan 18:15 og strákarnir klukkan 20:15.
Að því gefnu hvetjum við Eyjamenn til þess að fylgja liðunum í bæinn og skella sér í dagferð upp á land ef fólk hefur tök á. Síðustu ferð Herjólfs hefur verið seinkað til 23:45 svo að hægt sé að fara fram og tilbaka á báða leikina.
Áfram ÍBV!
Tekið af vef Herjólfs.