17.09.2020
Herjólfur fer í slipp viku seinna en áætlað er, en áætlað var að Herjólfur færi í slipp þann 21. september en hann mun fara viku seinna eða þann 28. september. Þessar upplýsingar hefur Tígull frá einum af flottu starfsmönnum Herjólfs einnig hefur eyjar.net þetta staðfest frá Guðbjarti Ellert Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs.
Eins segir í frétt eyjar.,net: Vegagerðin hefur og ber ábyrgð á þessu verkefni enda um ábyrgðaskoðun á ferjunni að ræða. Fjölmargir erlendir aðilar koma að þeim verkefnum sem fylgir þessari ábyrgðarskoðun.” segir hann.
Herjólfur III mun leysa nýja Herjólf af í stoppinu, en búast má við að nýja ferjan verði frá í allt að þrjár vikur.
Tölum samt bara mannamál og segjum fimm vikur þá verður enginn svekktur þegar þessu svo seinkar kv blaðamaður Tíguls.