Föstudagur 23. febrúar 2024
Herjólfur kata

Herjólfur bjargar áramótunum

Vegna þess hve seint síðustu flugeldagámar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar bárust til landsins, sáum við fram á að fá ekki alla þá flugelda sem við áttum von á.

Herjólfur ohf, ásamt áhöfn tók að sér að leysa þetta vandamál með flutning, þegar allar bjargir virtust bannaðar.

Þegar við leituðum til þeirra með þetta vandamál, voru viðbrögðin mjög einföld, við leysum þetta.
Niðurstaðan var að Herjólfur fór aukaferð á Þorláksmessu upp í Landeyjarhöfn og eina sem flutt var með skipinu í þeirri ferð var flugeldagámur.

Það gleður okkar hjarta að sjá hvað Herjólfsmenn og konur meta okkar störf mikils og eru tilbúinn að aðstoða okkur í vandræðum.

Við þökkum starfsfólki Herjólfs kærlega fyrir að bregast svona skjótt og vel við. Það er greinilegt að hjá þeim var þetta ekki vandamál, bara spurning um lausn.
Herjólfur ohf – Herjólfur ohf ferry

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search