18.01.2020 kl 10:00
Það er alltaf líf og fjör á eyjunni okkar fögru, hérna er það sem við vitum um:
Handbolti um helgina:
Stelpurnar okkar eru að fara af stað aftur í Olís-deildinni!
Í dag laugardag fara þær í heimsókn á Ásvelli, þar sem þær mæta liði Hauka. Liðin eru í 6. og 7. sæti deildarinnar og það má búast við hörkuleik enda mikilvægir 2 punktar í boði.
Við hvetjum alla sem hafa tök á því að mæta að gera það og láta vel í sér heyra!
Þeir sem ekki komast á völlinn í dag til að hrofa á stelpurnar í Olís deild kvk geta fylgst með leiknum á Haukar TV: https://www.youtube.com/user/HaukarTV
Allir leikir helgarinnnar eru svo hérna:
Í Eyjum:
í dag laugardag kl 14:00 Bikar – 4.kvk ÍBV – Fram
Á morgun sunnudag kl 14:30 3.kk 1.deild ÍBV – Haukar
Á höfuðborgarsvæðinu:
Í dag laugardag kl 12:30 3.kvk Fylkishöll Fylkir – ÍBV
Í dag laugardag kl 12:30 4.kk Eldri Austurberg ÍR – ÍBV
Í dag laugardag kl 15:30 4.kk Yngri Kaplakriki FH 2 – ÍBV
Í dag laugardag kl 16:00 Olís deild kvk. Ásvellir Haukar – ÍBV
Á morgun sunnudag 15:30 Grill 66 kvk. TM-höllin Stjarnan U – ÍBV U
Bíó um helgina:


Norðlendingaþorrablótið opið öllum.
Koma með trog kl 17 á laugardaginn og kaupa miða ef þú klikkaðir á því á föstudeginum.
Mæting kl 19.30 og borðhald hefst kl 20.00.
Þetta blót verður með hefðbundnu sniði þ.e.a.s. Spurningakeppni, bestu botnarnir, happó og svo verða Jóel og Tryggvi með okkur eins og síðastliðin ár og Jarl og Brimnes klikka ekki frekar en áður.
Verð er aðeins 3000kr.

Hinir einu sönnu orginal Eyjabítlar í kvöld.
Hinir einu sönnu Eyjabítlar koma saman í allra síðasta skipti laugardagskvöldið 18. Janúar á Háaloftinu Vestmannaeyjum, tónleikastað okkar Eyjamanna. Öll bestu lög Bítlana og spurningakeppnin verða á sínum stað. Forsala miða í fullum gangi í Tvistinum.
Miðaverð aðeins kr. 3500- Tónleikar hefjast kl. 21:00 Ekki missa af Viðari Lennon Togga og Eyjabítlunum þetta kvöld í allra allra síðasta skipti!!

Góða skemmtun kveðja Tígull
Helgi R. Torzhamar á forsíðumyndina.