Miðvikudagur 7. júní 2023

Helgileikurinn

Það hefur verið hefð fyrir því að nemendur á miðstigi setji upp helgileikinn

Til að byrja með voru þetta nemendur í 7. bekk sem settu þetta upp en svo í seinni tíð var þetta fært niður í 5. bekk og núna munu nemendur í 6 . bekk sjá um þetta. Mánudaginn síðastliðinn var 6. bekkur með sýningu fyrir 4. og 5. bekk í Leikhúsi Vestmannaeyja.

Þetta er alltaf mjög skemmtilegt ferli þegar byrjað er að æfa. Sýningar eru vanalega fyrir yngri nemendur og svo hafa verið sýningar í kirkjunni fyrir foreldra. En vegna covid var ekki hægt að gera það núna. Í þetta skipti var kirkjusýningin tekin upp og verður upptakan aðgengileg á vef Grunnskóla Vestmannaeyja. 

Hvernig er valið í hlutverkin?

Við spyrjum hvaða hlutverk þau hafa áhuga á og svo er dregið og þeir sem ekki eru dregnir í hlutverk eru í kórnum. Kórinn er eiginlega aðalhlutverkið því ef hann er góður þá er sýningin góð.

Það er reyndar ekki vaninn að vera með hljómsveit en þar sem það eru svo mörg hjá okkur í tónlistarskólanum þá vorum við með undirleikara. Við kennararnir erum mjög sátt með þetta og Jarl á stórt hrós skilið fyrir að koma þessu saman.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is