Helgi R Torzamar er að gefa út plötu í lok júní sem heitir Brekka – hér er eitt lag af þeirri plötu

09.06.2020

Helgi R Torzamar er að gefa út plötu í lok júní sem heitir Brekka. Lögin á plötunni eru öll við texta ömmu Helga, Jórunni Emilsdóttir Tórzhamar.

Helgi deilir hér með okkur einu lagi af plötunni sem er á loka metrunum í vinnslu, lagið heitir, Enginn veit.

Nánar um lagið:

Enginn veit

Þetta lag er 23 ára gamalt og textinn er enn eldri sem er eftir ömmu Helga, Jórunni Emilsdóttir Tórzhamar.

Sigurgeir Viktorsson trommari sem spilaði  með Helga í hjómsveitinni Manneklu á þeim tíma var með smá lagbút í byrjun sem þeir svo unnu saman með út frá ljóði ömmu hans Helga.

Dóttir Helga syngur lagið, Guðný Emilíana, Guðbjörg Guðjónsdóttir syngur bakraddir ásamt Guðnýju, Helgi spilar á kassagítar og rafgítara, Gísli Stefánsson spilar slitegítar og Fender rhodes, Birkir Ingasson á trommur, Þórir Rúnar Geirsson ( Dúni ) spilar á bassa, Birgir Nílsen spilar á Perc, Matthías Harðarsson spilar á saxafón, Einar Hallgrímur Jakobsson spilar á trompet og básunu.

Myndbandið er tekið upp á æskuslóðum ömmu Helga,  Jórunnar sem er á Seyðisfirði, Helgi sá um að taka upp og setja saman myndbanið.

Gísli Stefánsson hefur verið Helga hægri hönd varðandi þetta verkefni, hann hefur tekið meiri hluta af plötunni upp á mót Helga. Eins sér Gísli um að mixa alla plötuna.

Hérna er svo myndbandið og lagið eins fylgja nokkrar myndir með frá því að þau tóku upp myndabandið. Mamma Helga, Guðný Anna Tórshamar leikur gömlu konuna í myndbandi sem er tekið á Seyðisfirði á æskuslóðum Jórunnar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is