Þriðjudagur 25. júní 2024

Heldur mikið upp á Titanic

Benedikt Þór Eyþórsson er tíu ára gamall aðdáandi Titanic

Benni eins og hann er kallaður byrjaði að hafa áhuga á skemmtiferðaskipum um sex ára aldur, og fljótlega greip hug hans hið fræga Titanic skip.

Gaman að segja frá því að það var ekki myndin sem fangaði hann í byrjun, enda bara sex ára og var því ekki að horfa á þannig myndir þá. En hann sagði að hann hafi verið að vafra á netinum og leita að stórum skemmtiferðaskipum og þá kom Titanic upp og honum fannst það mjög flott, það var ekki fyrr en um átta ára sem hann horfði fyrst á myndina og þá var ekki aftur snúið.

Fjölskyldan fór svo til Flórída um jólin 2018-2019 í Titanic safnið en þar er hægt að koma við raunverulega skipið sem Benna fannst mjög gaman.
Við spurðum hann hvað honum fyndist merkilegast við Titanic, það stóð ekki á svörum.
Benni segir að Titanic hafi verð stærsta skemmtiferðaskipið árið 1912 og allt hafi verið rosaleg flott inni í skipinu. Alls lifðu eingöngu 706 manns en 1514 manns dóu.
Benni sagði okkur að leikarar hafi í raun meiðst þegar var verið að gera myndina á sínum tíma. En Benni hefur horft á heimildarmyndir um gerð myndarinnar.

Benni hefur mikin áhuga á skemmtiferðaskipum sem hafa sokkið og nefnir hann nokkur eins og MS Estonia sem er í miklu uppáhaldi hjá honum, Costa Concordia, Lusitania og systur skip Britannic.

Hundrað og níu ár voru síðan Titanic sökk þann 15.apríl en það er dagurinn sem við hittum á Benna en hann fór uppáklæddur í skólann þennan dag í tilefni þess.

Við þökkum Benna fyrir skemmtilega frásögn og fróðleik. Og hver veit nema að við heyrum næst í tvíburabróður Benna honum Þórði Ými, en hann er sérlega fróður um hljómsveitina Queen. Já og þar á eftir móður þeirra hana Helgu B. Georgsdóttur, hún veit allt um bresku konungsfjölskylduna og þá aðallega Elísabetu drottningu.
Stórskemmtileg fjölskylda sem er full af fróðleik.

Helga B. Georgsdóttir, Eyþór Þórðarson, Kristján Ægir, Þórður Ýmir og Benedikt Þór í Flórída í Titanic safninu.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search