Hlý sunnanátt með leysingum, það stefnir í að allt fari á flot á næstu dögum svo verið dugleg að moka frá niðurföllum.
Spáð er hlýjum sunnanáttum með rigningu á S- og V-verðu landinu og leysingum um allt land.
Reikna má með vatnvöxtum og auknum líkum á krapaflóðum.
Eins og við sögðum hér að ofan þá eru íbúar eru hvattir til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum.
Mikilli úrkomu og leysingum er spáð á landinu á miðvikudag og fimmtudag. Það mun valda vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu.
Og ökumenn akið varðlega fram hjá gangandi duglegum vegfarendum, það er ekkert meira pirrandi en að fá gusuna yfir sig þegar maður ákveður nú að vera duglegur að rölta í vinnuna og varla þarf að nefna þá duglegu bæjarstarfsmenn sem eru að reyna að koma í veg fyrir vatnstjón og losa niðurföll.
ÞÚ VILT EKKI VERA BJÁNINN SEM KEYRIR HRATT FRAMHJÁ OG GUSAR YFIR ÞÁ – EÐA ER ÞAÐ NOKKUÐ ?