Alþjóðlegt skákmót í tilefni af 30 ára afmæli Skákfélags Selfoss og nágrennis var sett á Hótel Selfossi þann 19.nóvember
Þá hófu heimsmeistararnir tíu sem taka þátt í mótinu leik í 1. umferð.
Keppendur á mótinu eru stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson, Mikhail Antipov frá Rússlandi, Sergei Zhigalko frá Hvíta-Rússlandi, Ahmed Adly frá Egyptalandi, Rafael Leitão frá Brasilíu og alþjóðlegu meistararnir Sarasadat Khademalsharieh frá Íran, Semyon Lomasov frá Rússlandi og Dinara Saduakassova frá Kasakstan. Keppendurnir tíu hafa samtals unnið 14 heimsmeistaratitla í mismunandi aldursflokkum.
Mótið hófst sem fyrr segir þann 19.nóvember en á skákhátíðinni verða margir viðburðir. Þann 18.nóvember var haldið málþing um stöðu skákíþróttarinnar á Íslandi og framundan er opna Suðurlandsmótið í skák, Íslandsmót í Fischer slembiskák, skákkennaranámskeið, skákdómaranámskeið, barnaskákmót og hraðskákmót.
Meðal sérstakra viðburða á Ísey-skyr skákhátíðinni á Hótel Selfossi verður Heimsmeistarahraðskákmót,
Í dag þriðjudaginn 26. nóvember kl.20.00. Skákmótið er opið öllum. Teflt verður í hinum glæsilega skáksal á Hótel Selfossi. Mótið er 9 umferðir. Umhugsunartími er 4 mínútur og 2 sekúndur í viðbótartíma. Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.
Skráning fer fram á mótstað, hálftíma fyrir mót. einnig er hægt að senda skilaboð til yfirdómara Skákhátíðarinnar Róberts Lagerman í síma 6969658 eða í tölvupósti chesslion64@gmail.com. Verðlaun mótsins verða í sérstökum jólaanda.
Fleiri fréttir af gangi mála eru að finna á vef sunnleska.is