Mánudagur 25. september 2023

Heimsending – samstarf hjá Kránni og Handknattleiksdeild ÍBV

31.10.2020

Í dag, 31.október, hefjum við í handknattleiksdeildinni samstarf með Kránni sem snýr að heimsendingu á mat.

Þetta verður í boði á milli klukkan 18 og 20 alla daga.

Ef þú pantar fyrir 4.000 kr.- eða meira hjá Kránni getur þú fengið heimsendingu á matnum fyrir aðeins 500 kr.- sem renna beint til ÍBV og svo leggur Kráin sömu upphæð á móti í styrkt til deildarinnar.

Leikmenn meistaraflokka handboltans munu sjá um að keyra matnum heim að dyrum til þín!

Eins og áður sagði hefst verkefnið í kvöld og verða hjónin Sunna Jóns og Björn Viðar á fyrstu vaktinni.

Taktu því rólega heima, fáðu dýrindis kræsingar frá Kránni heim að dyrum og styrktu handknattleiksdeildina í leiðinni.

Baráttukveðjur,
ÍBV og Kráin!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is