Miðvikudagur 6. desember 2023

Heimildarmynd um Viðar Togga og Eyjabítlana

Sindri Snær Jónsson, frændi Viðars Togga og setti saman heimildarmynd um hann og Eyjabítlana. Myndin er um 12 mínútur og er farið yfir sögu Eyjabítlana en þeir voru stofnaðir 1986 og rætt við hljómsveitarmeðlimi. Tígull sló á þráðinn til Sindra og fékk aðeins að fræðast um þennan unga listamann.

Hver ert þú?

Ég heiti Sindri Snær Jónsson – 23 ára og fæddur 31.okt 1996.

Hvernig ertu skyldur Viðari?

Viðar er bróðir ömmu minnar, Kristbjörgu sem er í pabba ætt. Hafði

ekki hitt Viðar nema örfáum sinnum áður en ég hafði samband við hann um að gera heimildarmyndina. Ég var því mjög glaður að hann samþykkti.

Af hverju þessi heimildarmynd?

Ég er í kvikmyndatækni í Stúdíó Sýrlandi og er að byrja á lokaönn, fjórðu önn. Á þriðju önn áttu allir nemendur að gera heimildarmynd. Það er frekar fyndið en ég fékk ekki hugmyndina um að gera heimildarmynd um Viðar. Strákur í bekknum mínum rakst á Facebookið hans og fannst hann geggjaður karakter til að gera heimildarmynd

um. Þegar ég sagði honum að ég væri frændi hans sagði vinur minn, að ég YRÐI að gera mynd um hann!

Við hvað starfar þú?

Ég er búinn að starfa sem öryggis-vörður fyrir Öryggismiðstöðina í 5 ár.

Hvað varstu lengi að taka myndina og vinna?

Ég hafði aldrei farið til Eyja áður en ég tók myndina, ótrúlegt en satt. Svo ég fór heldur blint inn í þetta. Ég skaut hana um miðjan ágúst. Mætti

klukkan tíu á föstudagskvöldi til Eyja. Gisti heima hjá Viðari og var í Eyjum þar til ég tók ferjuna heim klukkan tíu á sunnudagskvöldinu. Ég hafði í raun bara tvo heila daga fyrir tökur.

Eftirvinnslan var frekar erfið þar sem ég þurfti að púsla fjórum mismunandi aðilum saman í eina

sögu og passa að fókusinn væri þó á Viðari. Klipping, hljóðvinnsla og litun á myndinni tók mig um fimm vikur.

Heyrst hefur að Eyjabítlarnir verði með tónleika upp á Háalofti þegar fer að hausta.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is