16.09.2020
Glæný heimasíða verkefnisins 1000 Andlit Heimaeyjar er kominn í loftið og gefst nú fólki kostur á að kaupa sína mynd í fullum gæðum í stafrænu formi án lógó okkar til að prenta sjálft, einnig bjóðum við uppá að prenta út fyrir þig gegn vægu gjaldi
Kíktu á heimasíðu verkefnisins og skoðaðu myndirnar af þér og þínum nánustu
Þúsund andlit Heimaeyjar er menningar- og listaverkefni
Íbúum Vestmannaeyja ásamt þeim sem hafa tengingu til Eyja hefur gefist kostur á að koma í myndatöku og fá mynd af sér.
Myndatakan er frí fyrir þáttakendur.
Þegar hafa nú safnast 1370 myndir af ólíkum andlitum Heimaeyjar sem er framúr okkar björtustu vonum.
Ennþá er möguleiki að taka þátt, síðustu tökur verða fimmtudaginn 24.september til og með sunnudags 27.september en þá munum við loka verkefninu endanlega.
Hugmyndin er svo sú að gera úr myndunum listaverk sem bærinn fær að gjöf.
Svo síðar meir verður gagnagrunnur verkefnisins gefinn á ljósmyndasafn bæjarins.
Verkefnið er unnið út frá hugmynd Bjarna Sigurðssonar í samstarfi við Leturstofuna.
Landinn mætti á svæðið í sumar
Sjónvarpsþátturinn “Landinn” kom á eyjuna í sumar og fylgdist með Bjarna mynda elstu íbúa eyjunnar á Hraunbúðum. Þátturinn verður sýndur næst komandi sunnudag 20.september kl 19:45 á Rúv