HEIMAGERÐUR HAMBORGARI
6 borgarar
Hráefni:
600 – 800 g nautahakk
½ stk laukur – saxaður smátt
½ – 1 msk kapers – saxað smátt
¼ – ½ stk chili – saxað smátt
½ – 1 dl steinselja – söxuð smátt
½ – 1 stór hvítlaukur (sem fást í körfunum) eða 3 – 5 hvítlauksrif – saxað eða hvítlaukspressa
Nýmalaður pipar
Season salt
Má bæta við:
Beikonkurl
Rifinn ostur – t.d. mexíkó- eða piparostur
Tapasco sósa fyrir þá sem vilja sterkt
Ferskar saxaðar kryddjurtir
t.d kóríander
BBQsósa
Jalapeno
Aðferð:
Hráefni blandað saman og mótaðar kúlur sem vega um 100 – 120 g
Hamborgarapressa notuð til að móta hamborgarana.
Grillið þarf að hafa náð góðum hita áður en byrjað er að grilla borgarann. Þegar góð skorpa er komin er borgaranum snúið við – þá er gott að leggja spaðann á steiktu hliðina í nokkrar sekúndur þá nær hitinn að fara betur í gegn. Þegar búið er að steikja báðum megin er hitinn lækkaður og borgarinn steiktur áfram í 6-8 mínútur.
Franskar kartöflur
fyrir 2-4
Hráefni:
1 kíló kartöflur
3-4 matskeiðar olía
sjávarsalt
nýmalaður pipar
Þá er einnig gott að krydda kartöflurnar með til dæmis hvítlauks- eða chilikryddi.
Aðferð:
Skolaðu kartöflurnar vel. Skerðu kartöflurnar með hýðinu í mjóa strimla. Leggðu kartöflustrimlana í kalt vatn og láttu þá liggja þar í um 30 mínútur. Taktu svo kartöflurnar úr vatninu og þerraðu.
Forhitaðu ofninn í um 240°C.
Leggðu bökunarpappír á ofnplötu og penslaðu pappírinn með smá olíu. Færðu svo kartöflustrimlana yfir í þurra skál og helltu restinni af olíunni yfir strimlana og saltaðu og kryddaðu. Raðaðu þá kartöflustrimlunum á bökunarpappírinn og settu þær inn í ofn.
Eldaðu kartöflustrimlana í um 35 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar og stökkar.