Fimmtudagur 26. janúar 2023

Heimaey VE meðal fimm skipa til loðnumælinga

Í gær mánudag, héldu alls fimm skip út til mælinga á stærð loðnustofnsins. Til viðbótar við rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundsson og Árna Friðriksson, verða það loðnuskipin Heimaey frá Vestmannaeyjum, Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði.

Útgerðir uppsjávarveiðiskipa standa sameiginlega undir kostnaðinum við úthald loðnuskipanna. Vísindamenn frá stofnuninni verða um borð í hverju skipi. Gert er ráð fyrir að veiðiskipin byrji fyrir austan land en rannsóknaskipin fyrir norðan. Með þátttöku þetta margra skipa í verkefninu er stefnt að því að ná heildaryfirferð yfir rannsóknasvæðið áður en vonskuveður skellur á undir lok vikunnar.

Hér má sjá þegar Heimaey tóku trollið í gær, en skipið hélt til loðnumælinga fyrir austan land kl 21 í gærkvöldi.

Myndir eru frá facebooksíðu Ísfélagsins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is