Sigrún Arna opnaði nýja og glæsilega verslun síðastliðinn laugardag. En hún leigir hluta af húsnæði Geisla. Hún ásamt Halldóri Inga manninum sínum tóku þetta í gegn og er verslunin hin glæsilegasta. En Sigrún býður upp á ráðgjöf við innanhúshönnun og er með fallegar vörur fyrir heimilið í versluninni.
Við óskum Sigrúnu og Halldóri til hamingju með þetta.
Í síðasta tölublaði Tíguls var að skrifað að Sigrún Arna hefði keypt hluta af versluninni Geisla en rétt er að hún er að leigja hluta og er það leiðrétt hér með.
+
v