HEIM Á NÝ – Tónlistarveisla til stuðnings Grindvíkingum

Það er flestum sameiginlegt að hafa samkennd og samúð með fólki, sem lífið hefur sett á hvolf. – Hugsum okkur fólkið í Grindavík, sem hefur valið sér þann frábæra stað til að búa á, byggt sér þar hús, eignast samfélag, staðið saman í blíðu og stríðu, og unir sér þar með vinum og fjölskyldum. Allt í einu er allt lífið sett á hvolf. Við sem áttum okkar heimili og samfélag í Eyjum þegar eldgosið setti allt okkar líf á hvolf, höfum eflaust mörg hver endurupplifað það, þegar hamfarirnar í Grindavík hófust, sem enn sér ekki fyrir endann á.

Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sitt í Grindavík, sinn vinahóp, vinnuna, samfélagið sitt. Margir enn í mikilli óvissu um næstu framtíð. Fjárhagur margra í mikilli óvissu. Sálarheillin í uppnámi. – Þetta skiljum við Vestmannaeyingar eftir svipaða upplifun í Eyjagosinu. En við stóðum ekki ein. Mikil samkennd tók á móti okkur, strax á bryggjunni í Þorlákshöfn. Móttökur og viðmót sem við seint getum þakkað.
Ástandið í Grindavík og andleg og veraldleg líðan íbúanna snertir mann, kannski ennfrekar eftir Eyjagosið. Margir hafa lagt Grindvíkingum lið, með ýmsum hætti, sem er til eftirbreytni. – Við Vestmannaeyingar eigum skuld að gjalda. Nokkur hópur Eyjafólks hefur staðið fyrir fjársöfnun til handa Grindvíkingum og hafa mörg fyrirtæki í Eyjum lagt þeirri söfnun lið með fjárframlögum.

Næsta föstudag, 3. maí kl. 20.00 verður tónlistarveisla í Höllinni, undir yfirskriftinni: HEIM Á NÝ. Þar mun tónlistarfólk úr Eyjum og víðar, bjóða uppá styrktartónleika fyrir Grindvíkinga.,- og rennur allur inngangseyrir óskertur til Grindvíkinga.
– Miðasala er á Tix.is – í Tvistinum og á Kletti. – Miðaverð er kr. 5.000

Gísli Valtýsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search