Löndun í Eyjum

Heildartekjur í sjávarútvegi námu 284 milljörðum króna í fyrra

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í fyrra, vegna COVID-19, gekk rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og fiskeldisfyrirtækja ágætlega

Þetta má lesa úr samantekt Deloitte sem kynnt var á hinum árlega Sjávarútvegsdegi, sem var í dag, 19. október. Dagurinn er samstarfsverkefni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins. Samantekt Deloitte byggist á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að ráða um 90% af úthlutuðu aflamarki, sem síðan er skalað upp í 100%.

Heildartekjur í sjávarútvegi námu 284 milljörðum króna í fyrra, sem er aukning um 4 milljarðar frá árinu á undan. Framlegð nam 72 milljörðum króna og dregst saman um einn milljarð. Hagnaður dregst verulega saman, eða úr 43 milljörðum árið 2019 í 29 milljarða. Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja halda áfram að aukast og eru nú um 461 milljarður króna. Bókfært eigið fé nemur 325 milljörðum króna. Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra námu 21,5 milljarði króna og hækka frá fyrra ári um tæpa 11 milljarða króna. Fram kom í kynningu Deloitte að helmingur af þessum arðgreiðslum tilheyra dótturfélögum Samherja, en þau greiddu arð til móðurfélags. Móðurfélagið greiddi ekki út arð til sinna hluthafa. Er því eingöngu um greiðslur innan fyrirtækjasamstæðu að ræða.

Bein opinber gjöld sjávarútvegsfyrirtækja námu í fyrra um 17,5 milljarði króna. Fjárfestingar á árinu eru á svipuðu róli og undanfarin ár, en þær námu 24 milljörðum króna í fyrra, sem er um þriðjungur af EBITDA.

Tekjur af fiskeldi hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og hafa aldrei verið eins miklar og í fyrra, eða um 33,7 milljarðar króna. Þrátt fyrir það var lítilsháttar tap á rekstrinum, eða sem nemur 62 milljónum króna. Hagnaður á árinu 2019 var tæpir 2 milljarðar króna. Markaðsverð á laxi lækkaði á árinu og er það rakið til áhrifa af COVID faraldrinum. Veruleg aukning hefur orðið í fiskeldi og framleitt magn í fyrra var 41 þúsund tonn.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segir að bæði sjávarútvegur og fiskeldi megi vel við útkomuna una, enda var árið erfitt:

„Enn og aftur sjáum við úr hverju íslenskur sjávarútvegur er gerður. Hann byggist á sterku og sveigjanlegu kerfi sem leiðir til þess að hann siglir örugglega í gegnum COVID fárið. Þar eiga starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja stærstan hlut. En hvaða verðmæti ætlar þessi þjóð að gera úr sjávarauðlindinni til næstu ára og áratuga? Hvernig á að tryggja verðmætasköpun, framþróun og framlag til hagvaxtar – framlag til hagsældar? Stjórnvöld hafa einfaldlega skilað auðu – og það er ekki við einn stjórnmálaflokk eða eina ríkisstjórn umfram aðra að sakast. Þarna er verk að vinna. Þá er fiskeldið vaxandi grein sem þjóðarbúið getur stólað á. Samanlagðar tekjur þessara greina eru rúmir 300 milljarðar króna og verði rétta á spilum haldið munu þær verða enn sterkari og styðja við efnahagslega hagsæld landsins.“

 

Mynd: Hólmgeir Austfjörð

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search