- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

ÍBV stuðningur

Hefur þú tök á að rétta fram hjálparhönd

Á facebooksíðu ÍBV stuðningsmannaspjallinu er formaður knattspyrnuráðs með flottan pistil og biðlar til íbúa Vestmannaeyja að taka þátt í starfi ÍBV

Kæru ÍBV-arar

Á þriðjudag hefur ÍBV leik í Bestu deildinni. Fyrsti leikur í endurkomu karlaliðsins í efstu deild verður á Hlíðarenda og hefst leikurinn kl 18.00. Gaman væri ef Eyjamenn myndu fjölmenna á leikinn, veðurspáin er allavega með ágætum.

Fyrsti heimaleikur verður svo sunnudaginn 24. apríl gegn KA.
Þriðjudaginn 26. apríl hefst svo Besta deild kvenna á leik ÍBV gegn Stjörnunni. Leikið verður á Hásteinsvelli og hefst leikurinn kl. 18.00.

Framundan er fyrsta tímabilið undir einu knattspyrnuráði, allavega í mörg ár. Þar gegni ég formennsku en með mér í stjórn eru Maggi Sig, Svanur Gunnsteins, Örn Hilmis, Halli Bedda, Óskar Jósua og okkar besta Gurra, hans Kobba Möller. Framkvæmdastjóri deildarinnar er Óskar Vignis, tengdasonur Gogga Skærings og Guðnýjar, og þá er Guðmundur Tómas Sigfússon verkefnastjóri.
Ekkert gengur upp án góðra sjálfboðaliða og tökum við öllum höndum fagnandi. Verkefnin eru ýmis, grilla borgara á leikdegi, nýta tengsl í að selja skilti á völlin, sinna gæslu eða innrukkun, og geta verið til taks þegar einhver verkefni verða til.

Nú ætlum við að búa til Facebook hóp fyrir sjálfboðaliða sem hægt verður að leita til og fyrir fólk sem hefur áhuga á að hjálpa okkur við að bæta umgjörð á heimaleikjum. Ef þið viljið vera í slíkum hóp og aðstoða þegar þið hafið tök á megiði gjarnan kommenta hér að neðan eða senda mér skilaboð. Til að við náum markmiðum okkar og komum ÍBV í fremstu röð hvert sem litið er þarf að fjölga fólki sem kemur að þessu. Ef þú ert að hugsa með þér, ég get nú alveg grillað á einhverjum leiknum, eða ég gæti nú alveg verið í gæsluvesti og fylgst með einhverjum leikjum, endilega láttu vita af þér. Fyrir er góður hópur sem þyrfti að stækka og stýrir hver og einn hvað hann hjálpar mikið.

Einn vorboðanna á Heimaey er þegar skilti eru hengd upp á Hásteinsvelli. Ef þið viljið hjálpa til með það getið þið mætt kl 10 á morgun. Ef til er skrúfuvél á heimilinu er kjörið að kippa henni með. Þið megið gjarnan láta mig vita líka ef þið hafið tök á að mæta í skiltin á morgun.
En framundan er virkikega spennandi sumar og hlökkum við til að sjá ykkur á Hásteinsvelli og þeim völlum sem ÍBV leikur á hverju sinni.

Tökum höndum saman og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!

Gleðilega páska,
Daníel Geir Moritz

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is