Hefur þjónustað vestmannaeyinga í 20 ár

Markús Klinger eigandi gleraugna-verslunarinnar Sjón hefur komið til Eyja og þjónustað Vestmannaeyinga í 20 ár

Tígull tók létt spjall við Markús

Nafn: Markús Klinger

Fjölskylda: Ég á einn son sem heitir Viktor og er tvítugur.

Aldur: 52 ára

Menntun: Sjóntækjafræðingur

Hvaðan ertu? Ég er fæddur í Austurríki en kom fyrst til Íslands árið 1988 og árið 1998 þá flutti ég alfarið hingað.

Afhverju gleraugnabransinn? Þegar ég var 14 ára þá var ég að hugsa hvað mig langaði að læra og ég hafði alltaf áhuga á því að verða sjóntækjafræðingur. Ég lærði sjóntækjafræði og hef unnið við það nánast alla tíð.

Hvenær fluttir þú til Íslands og hvar hefuru búið á Íslandi? Ég hef mestmegnis búið í Reykjavík enda rekið gleraugnaverslunina SJÓN frá árinu 1999, fyrst lengi á Laugavegi svo opnuðum við í Glæsibæ í stærra og betra húsnæði og svo fluttum við alfarið þangað. Það hefur alltaf verið meira og meira að gera og þeir viðskiptavinir sem hafa verslað við okkur eru mjög ánægðir með þjónustuna og koma aftur þegar þau þurfa gleraugu, sjónmælingar eða annað sem viðkemur sjóninni. Við reynum að veita framúrskarandi þjónustu og viðskiptavinir okkar vita það.

Hvernig kom það til að þú fórst að þjónusta fólk í Eyjum? Við höfum alla tíð reynt að þjónusta alla þá staði sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Við förum reglulega út um allt land með sjónmælingartæki svo að fólk þurfi ekki að koma til Reykjavíkur til að fá þessa sjálfsögðu þjónustu. Ég hef alltaf haft sterkar taugar til Vestmannaeyja og finnst alltaf jafn skemmtilegt að heimsækja Eyjarnar. Það er alltaf tekið ótrúlega vel á móti okkur og við gerum okkar besta til að þjónusta alla sem leita til okkar eins vel og hægt er.

Sérðu fyrir þér að þú munir þjónusta Eyjamenn áfram? Það held ég nú. Við höfum verið fastir gestir í Vestmannaeyjum frá opnun og það mun ekkert breytast eins lengi og fólk þarf þessa mikilvægu þjónustu. Ef eitthvað er þá langar okkur að heimsækja Vestmannaeyjar oftar.

Hvenær kemur þú næst (desember?) Við verðum í Smart föstudaginn 3. desember frá klukkan 11:00-18:00 og laugardaginn 4. desember frá 11:00 – 15:00. Fólk þarf að panta tíma í sjónmælingu svo við getum veitt öllum sem besta þjónustu. Það er best að hringja í síma 511-6699 og panta tímanlega til að vera örugg með að fá tíma.

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum?  Við hjá SJÓN viljum þakka öllu Eyjafólki fyrir frábærar móttökur þegar við komum í heimsókn og auðvitað eru allir alltaf velkomnir til okkar í Glæsibæ hvenær sem er, en svo má alltaf hringja og við leysum þá málin í sameiningu – enda er góð þjónusta það sem við leggjum hvað mesta áherslu á í okkar starfi.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search