Hefur séð um að tengja ljósin í kirkjugarðinum síðan 1974

31.12.2020

Sveinn Bernódus Sveinsson eða Svenni eins og flestir þekkja hann hefur lengi séð um að tengja jólaljósin í kirkjugarðinum fyrir jólin. Laugardaginn 5. desember var svo kveikt á þeim.

 

Hvenær byrjaðir þú að sjá um að tengja ljósin?

Árið 1974 byrjaði ég að tengja ljósin í kirkjugarðinum.

Hvernig kom það til að þú fórst í þetta?

Það var Halldór Bjarni frændi minn sem var með þetta fyrir gos og ég tók svo við af honum eftir gos.

Hvað þarftu langan tíma fyrir jól til að allt sé orðið tengt á réttum tíma?

Við þurfum um 7 vikur svo að allt verði tilbúið fyrir jól.

Ertu einn í þessu?

Nei ég er ekki einn í þessu, Steingrímur Svavarsson er með mér í þessu og hefur hann verið með mér síðan 1976.

Hefur eitthvað óvænt komið upp á í gegnum öll þessi ár?

Já, fyrir svona fjórum árum fór stofninn fyrir garðinn á gamlársdag og tók það um 4 tíma að laga það svo að það yrði ekki ljóslaust í garðinum á áramót.

Fyrir þau sem eiga eftir að koma krossum upp í garð, er það orðið of seint eða hvað er allra síðasta dagsetning að koma með krossa í garðinn?

Nei, það er aldrei of seint að koma með krossinn upp í garð fyrir jól.

Hvað stefnir þú á að sinna þessu lengi / mörg ár í viðbót?

Þar sem ég hef gert þetta í 46 ár stefni ég að ná allavega 50 árum.

Ertu með einhverja krossa aflögu sem þú getur boðið fólki að nýta?

Já við eigum auka krossa til að lána fólki ef það er í vandræðum með krossa.

Áttu einhverja skemmtilega sögu tengt þessu handa okkur?

Eitt sinn kom til okkar maður og bað um tengingu á krossinn sem hann var með. Við tókum við krossinum og settum hann á það leiði sem að við héldum að væri rétt en næsta dag kom það í ljós að við höfðum sett krossinn á vitlaust leiði, en því var reddað snarlega.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search