Hef­ur fengið Covid-19 í tvígang

13.10.2020

Banda­rísk­ur maður hef­ur fengið kór­ónu­veiruna í tvígang en varð mun veik­ari í seinna skiptið. Þetta kem­ur fram í frétt BBC og er vísað í grein sem birt er eft­ir lækna og pró­fess­ora í lækna­rit­inu Lancet.

Maður­inn, sem er bú­sett­ur í Nevada, er 25 ára gam­all og þurfti á sjúkra­húss­inn­lögn að halda vegna önd­un­ar­erfiðleika. Hann náði bata og er heill heilsu í dag en hann er ekki með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma né gallað ónæmis­kerfi sem gæti skýrt á ein­hvern hátt hvers vegna hann veikt­ist að nýju.

Í svari sem Jón Magnús Jó­hann­es­son lækn­ir rit­ar á Vís­inda­vef­inn og birt­ist 18. sept­em­ber kem­ur fram að upp á síðkastið hafa greinst nokk­ur til­felli end­ur­sýk­inga af COVID-19.

„Í raun kem­ur það ekki á óvart en skilj­an­lega hef­ur tals­verður ótti fylgt þess­um fregn­um. Hingað til er aðeins vitað um eitt af­brigði af or­saka­valdi COVID-19 (SARS-CoV-2). Eng­in gögn sýna áreiðan­lega fram á að veir­an hafi breyst mark­tækt hvað varðar al­var­leika þeirra veik­inda sem hún veld­ur, smit­hæfni eða aðra eig­in­leika. Í ljósi þessa á ónæm­is­svar gegn einni veiru­ögn SARS-CoV-2 að duga fyr­ir all­ar aðrar agn­ir veirunn­ar. Hvernig get­ur end­ur­sýk­ing þá átt sér stað?“

Þó nær all­ar sýk­ing­ar kveiki á ónæm­is­svari eru ekki öll ónæm­is­svör gagn­leg til að koma í veg fyr­ir sýk­ingu. Sum ná að koma al­veg í veg fyr­ir sýk­ingu – þá er talað um svo­kallað sterí­líser­andi ónæmi. Önnur ónæm­is­svör koma ekki í veg fyr­ir sýk­ingu en hindra þróun á al­var­leg­um sjúk­dómi vegna sýk­ing­ar­inn­ar – þá er talað um vernd­andi ónæmi. Enn önn­ur ónæm­is­svör ná hrein­lega ekki fram viðun­andi vörn til að koma í veg fyr­ir sýk­ingu eða sjúk­dóm, seg­ir í svari Jóns Magnús­ar.

Marg­ar ástæður geta verið fyr­ir því að nægj­an­leg vörn mynd­ast ekki en gróf­lega má skipta þeim í þrennt:

  1. Ónæmi var­ir ekki nógu lengi: þetta er nokkuð al­gengt og má sjá við ýms­ar önd­un­ar­færa­sýk­ing­ar (meðal ann­ars ónæmi gegn öðrum kór­ónu­veir­um sem valda oft­ast vægu kvefi).
  2. Ónæmis­kerfið miss­ir getu til að þekkja sýk­ing­ar­vald­inn: þetta verður oft­ast vegna breyt­inga á sýk­ing­ar­vald­in­um sjálf­um, meðal ann­ars vegna stökk­breyt­inga (til dæm­is hjá lifr­ar­bólgu C-veirunni) en einnig vegna breyt­inga á yf­ir­borði sýk­ing­ar­valds­ins án vissra stökk­breyt­inga (til dæm­is hjá bakt­erí­unni sem veld­ur lek­anda).
  3. Ónæm­is­svarið virk­ar hrein­lega ekki: þetta get­ur verið vegna staðsetn­ing­ar sýk­ils­ins eða hvernig sýk­ill­inn starfar í lík­am­an­um – gott dæmi er HIV (e. hum­an immunod­eficiency virus), bæði get­ur yf­ir­borð veirunn­ar breyst vegna stökk­breyt­inga og einnig get­ur veir­an falið sig inni í ónæm­is­frumun­um sjálf­um og þannig komið í veg fyr­ir að ónæmis­kerfið nái til henn­ar.

Í frétt BBC seg­ir að rann­sókn­in sem er birt í Lancet veki spurn­ing­ar um hversu mikið ónæmi hægt sé að byggja upp gegn veirunni.

  • 25. mars fær hann fyrstu ein­kenni Covid-19, sær­indi í hálsi, hósta, höfuðverk, ógleði og niður­gang.
  • 18. apríl grein­ist hann já­kvæður við skimun í fyrsta skipti
  • 27. apríl er hann orðinn ein­kenna­laus.
  • 9. og 26. maí er hann nei­kvæður við sýna­tök­ur
  • 28. maífær maður­inn sjúk­dóms­ein­kenni að nýju. Í þetta skipti fær hann hita, höfuðverk, svima, hósta, ógleði og niður­gang.
  • 5. júní er hann greind­ur já­kvæður að nýju og glím­ir við önd­un­ar­erfiðleika vegna lít­ils magns súr­efn­is í blóði.

Vís­inda­menn telja að maður­inn hafi sýkst í tvígang frek­ar en að sjúk­dóm­ur­inn hafi verið í tíma­bund­inni lægð og blossað upp að nýju. Rann­sókn sýn­ir fram á að ekki er um end­ur­sýk­ingu að ræða.

Haft er eft­ir dr. Mark Pandori, lækn­is við há­skól­ann í Nevada, að rann­sókn­ir þeirra sýni að fyrri sýk­ing komi ekki alltaf í veg fyr­ir sýk­ingu síðar. Hann seg­ir að fólk sem hafi náð bata ætti áfram að fylgja sótt­varn­a­regl­um hvað varðar fjar­lægð, grímu­notk­un og handþvott.

Tekið er fram í frétt BBC að afar sjald­gæft sé að fólk smit­ist aft­ur af Covid-19 og örfá dæmi um það meðal þeirra rúm­lega 37 millj­óna sem hafa veikst og staðfest er að hafi fengið kór­ónu­veiruna. Jafn­framt að ekki sé hægt að al­hæfa neitt hér um þar sem þörf er á frek­ari rann­sókn­um.

Kór­ónu­veir­an lít­ur svona út. AFP

Kór­ónu­veir­an lít­ur svona út. /AFP

Frétt frá mbl.is 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is