Þriðjudagur 25. júní 2024

Hefur einhver kennt þér að taka til?

Oft tökum við hlutum sem svo sjálfsögðum og einföldum að það þurfi ekki að kenna þá sérstaklega heldur séu þeir nánast meðfæddir.

Eitt af því er aðgerðin að taka til.

Flestir sem eiga börn hafa sagt börnunum sínum að taka til en líklega eru færri sem hafa kennt börnunum að taka til. En það er svo ekki skrítið enda hafa fæstir foreldrar sjálfir fengið tilsögn í því hvernig á að taka til. 

Hver er þá árangurinn innan heimila landsins? Jú að við erum alltaf stöðugt að taka til og við erum varla búin að snúa okkur við að tiltekt lokinni þegar allt er byrjað að fara í drasl aftur og komin þörf á að endurtaka leikinn.

Af hverju er erfitt að viðhalda heimilinu eftir tiltekt?

Hvernig væri að við þyrftum ekki að fara í átök til að taka til og gætum jafnframt stytt tímann sem fer í

heimilisverkin, eytt sóun og skipulagt verkefni heimilisins betur fyrir alla á heimilinu?

Í stuttu máli erum við flest með of mikið af öllu inni á heimilinu sem flæðir um allt og við erum stöðugt

að reyna að finna staðsetningu fyrir. Margir eru reglulega að fara yfir heimilið eða geymsluna og taka til.

En þar sem hlutirnir leitast við að fara aftur í sama farið og er skammgóður vermir að taka bara til. 

Það þarf að taka tiltektina á næsta stig með betra skipulagi svo allir heimilismenn geti viðhaldið breytingunni til lengri tíma. Í draumaheimi væri skipulagið það gott að við þyrftum í raun aldrei aftur að “taka til”.

Rétt aðferð við að taka til

Fyrsta skrefið er að losa okkur við það dót sem við erum ekki að nota og þannig í raun bara fyrir okkur.

Annað skrefið er að finna öllu dótinu samastað svo að hægt sé að ganga að því sem vísum þegar við þurfum á þeim að halda. Þriðja og erfiðasta skrefið er hinsvegar að hætta að vera stanslaust að bæta nýjum hlutum sem okkur vantar mislítið inn á heimilið. Ef við náum að hætta því þá sparast miklir fjármunir, tími og orka sem fer stöðugt í að færa hluti til og frá.

Ef við fylgjum þessum einföldu skrefum þá getum við viðhaldið heimilinu á þann hátt að þurfum ekki stöðugt að vera að taka til. Þorir þú að byrja?

Guðmundur Ingi Þorsteinsson er eigandi Lean ráðgjöf sem hjálpar fyrirtækjum og einstaklingum að taka til og búa til skiplag sem heldur til frambúðar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search