Þriðjudagur 27. september 2022
Bólusettning

Hátt í 500 einstaklinga verða bólusettir í vikunni í Vestmannaeyjum

Í tilkynningu frá starfsfólk Heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum segir: 

Nú er aftur stefnt að nokkuð stórri bólusetningu fyrir Covid-19 í Eyjum.

Í vikunni munum við bólusetja hátt í 500 einstaklinga.

Annars vegar er stefnt að því að klára alla eldri en 60 ára og eldri (hópur 6) og hins vegar að halda áfram að bólusetja einstaklinga með undirliggjandi langvinna sjúkdóma sem eru í sérstökum áhættuhópi (hópur 7).

Öllum eldri en 60 ára er boðið bóluefni frá Aztra Zeneca fyrir utan einstaklinga með aukna áhættu á blóðsega eða með fyrri sögu um slíkt. Öðrum er boðið bóluefni Pfizer. Við boðun í bólusetningu ætti fólk hér eftir að sjá hvaða bóluefni því mun verða boðið.

Við viljum vekja athygli á heimasíðu landlæknis þar sem hægt er að finna svör við flestum þeim spurningum sem upp koma varðandi bólusetningar og bóluefni. Starfsfólk hefur ekki möguleika að svara spurningum varðandi bóluefnin eða aukaverkanir við sjálfa bólusetninguna.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is