Hátíðarhöld 17. júní 2020 – dagskrá

9:00 Fánar dregnir að húni í bænum

10:30 Hraunbúðir
Fjallkonan – Viktoría Dís Viktorsdóttir flytur hátíðarljóð
Tónlistaratriði – Skólalúðrasveitin spilar

11:30 HSU Vestmannaeyjum
Skólalúðrasveitin spilar

12:00 Athöfn í Einarsstofu á vegum fræðsluráðs Vestmannaeyja.

Dagskrá:

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2020 afhent.

Markmið með hvatningarverðlaunum er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin eru hugsuð sem hrós til þeirra sem hafa sýnt framúrskarandi vinnu og er einnig staðfesting á því að viðkomandi er fyrirmynd á því sviði sem viðurkenningin nær til.

Samningar við styrkþega úr þróunarsjóði leik- og grunnskóla undirritaðir
Markmið með þróunarsjóði leik- og grunnskóla er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi.

15:00
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir heimilisfólk og aðra hátíðargesti á Hraunbúðum.

13:30 Íþróttamiðstöð
Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu. Lagt af stað kl 13:45.
Gengið verður í lögreglufylgd frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkagerðistúni.
Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna og félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika undir.

14:00 Stakkagerðistún
Helga Jóhanna Harðardóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs setur hátíðina.
Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar.
Börn af Víkinni, 5 ára deild, syngja nokkur lög.
Hátíðarræða – Lóa Baldvinsdóttir Andersen
Fjallkonan – Viktoría Dís Viktorsdóttir flytur hátíðarljóð
Fimleikasýning fimleikafélagsins Ránar
Ávarp nýstúdents – Daníel Scheving Pálsson
Tónlistaratriði – Sara Renee Griffin

Hoppukastalar og fjör ef verður leyfir
Frítt inn á Sagnheima í tilefni dagsins
Leikfélag Vestmannaeyja

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is