Núna á dögunum skrifaði Harpa Valey Gylfadóttir undir nýjan samning við ÍBV. Harpa er ungur og efnilegur leikmaður, fædd árið 2002, en hefur leikið með meistaraflokki og U-liði félagsins síðustu ár. Harpa hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og nú síðast með U-18 í Færeyjum á dögunum.
ÍBV greinir frá þessu á vefsíðu sinni.