minningargrein_covermynd

Harpa Rútsdóttir

Harpa Rúts kom til Eyja eftir gos og vakti athygli hvar sem hún kom. Hafnfirðingur komin af tónlistarfólki og var búin að stíga í vænginn við hann Gogga í Klöpp.

Hann þekktu auðvitað allir, þann góða dreng. Vinátta okkar Siggu við hjónin sem stóðu á sviðinu á Breiðabakka og játuðust hvort öðru fyrir opnu hafi, fjallasölum og úteyjum byrjaði í Eyverjasalnum. Vinátta sem stóð meðan stætt var. Við áttum saman ótrúlega skemmtilega tíma. Lyftum Eyverjum í hæðir og unnum allar kosningar.

Hrekkjalómafélagið og allt brasið í kringum það var auðvitað einstakur tími gleði og mikillar sveiflu. Það var ekki eins og við Goggi kæmum alltaf heim á réttum tíma eftir Hrekkjalómafundina. Nema þegar fundirnir enduðu í stofunni í Vík og við spiluðum plötur fram á næsta dag.

Spilakvöld okkar hjóna stóðu yfir í mörg ár og við ferðuðumst saman. Vorum vinir. Harpa átti mjög erfitt með að tapa í spilum. Hún var reyndar ferlega tapsár þegar illa gekk en þá hlógum við Goggi þeim mun meira. Við höfðum kannski ekki bekennt lit eða spilað út frá röngu spili þá varð andrúmsloftið rafmagnað. Þessi glæsilega kona hafði líka skap og svo var hún svo óþarflega nákvæm.

Það varð allt að vera í röð og reglu, spilin heimilið, allt. Harpa Rúts var forfallin meyja þó hún væri tvíburi.

Það var allt undirbúið græjað og gert. Ekki kastað til höndunum, allt vandað og snyrtilegt. Hún var svo nákvæm að það skildi það engin nema önnur meyja. Hún var vel að sér um tónlist og tónlistarmenn, uppalin á tónlistarheimili. Ég heimsótti Hörpu þegar hún lá banaleguna heima. Sigga stóð þar með vinkonu sinni og börnum hennar eins og klettur þegar Harpa tók síðustu gönguna. Ég stóð við rúmið hennar og horfði á hana. Þarna þekkti ég mína konu. Hún var svo mikið með‘etta. Hún leit svo vel út og fór strax að tala um gamlar minningar. Það kom bros í augun hennar þegar hún þakkaði svo innilega fyrir allar gömlu stundirnar og tímann okkar saman. Hún var farin að hlakka til að hitta Gogga eftir 20. árs aðskilnað. Ég bað hana að skila kveðju til hans frá okkur Siggu.

En það var nóg að gera. Harpa var að skipuleggja útförina sína eins og sönn meyja gerir. Hún talaði um dagskránna, lögin og flytjendur eins og hún væri að undirbúa 70 ára afmælið sem hún náði aldrei að lifa. Ási, hún Védís var hérna áðan. Hún var að spila fyrir mig kvæðið um fuglana. Ég vildi heyra flutningin hennar á laginu áður en ég set það í sálmaskránna í jarðaförinni minni. Þú hefðir átt að vera hérna Ási og hlusta á hvað hún var dásamleg. Jarðaförinni minni hugsaði ég. Hún var svo sterk, svo viss og sjálfri sér lík. Svo tíguleg og falleg kona. Þá reisn tók hún með sér úr þessu lifi. Það skipulagði hún sjálf og allt var eins og hún vildi hafa það til hinstu stundar. Sigga mín og Harpa voru vinkonur í 45 ár. Sú vinátta var reist á trúnaði og trausti. Fram á síðustu stundu. Þegar tónarnir frá Védísi heyrast úr Fríkirkjunni vestur Flóann kveðjum við Hörpu. Hugurinn sveimar á móti opnu hafi og þau stíga aftur í vænginn hvort við annað á nýjum stað.

Sigríður Magnúsdóttir, Ásmundur Friðriksson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search