Miðvikudagur 10. apríl 2024

Harpa lýst upp á 28. febrúar og við biðjum landsmenn að klæða sig í glimmer og glans – með okkur

Á morugn, mánudaginn 28. febrúar verður Alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma haldinn hátíðlegur um allan heim og verður engin undantekning á því hér á landi

Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2008 og verður Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús, lýst upp í litum herferðarinnar af því tilefni ásamt fleiri fyrirtækjum sem eru nú að skrá sig til leiks – með aukinni fræðslu eykst samstaða samfélagsins með okkur og okkar afar þungu verkefnum.

Einstök börn er Stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna sem fannst þau ekki passa með þeim sem voru með algengari og þekktari greiningar en börnin í félaginu eru með afar sjaldgæfa sjúkdóma eða afar sjaldgæf heilkenni. Þeir sjúkdómar og skerðingar sem börn og ungmenni félagsins lifa með eru allir langvinnir og hafa varanleg áhrif á líf þeirra og fjölskyldur. Þar sem um sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni er að ræða hafa margir þeirra lítið verið rannsakaðir og í fæstum tilfellum er til eignleg meðferð við þeim. Sumir sjúkdómarnir eru það sjaldgæfir að aðeins örfá tilfelli eru til í heiminum.

Allt starf sem unnið er á vegum Einstakra barna er unnið í sjálfboðavinnu fyrir utan framkvæmdastjóra / fjölskyldufræðing félagsins sem er í fullu starfi.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search