Harley Davidson klúbbur Vestmannaeyja kom saman í dag og rúntuðu um Eyjuna. Einu tveir meðlimir klúbbsins þeir Viðar Breiðfjörð og Sigurmundur Einarsson voru kátir þegar Tígull rakst á þá í Herjólfsdal í dag. Þeir sögðu ekki skipulagða dagskrá vera hjá klúbbnum en þeir hittast reglulega og rúnta um á þessum glæsilegum mótorhjólum.

