Hanna Kallmaier mun leika með ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna

Hanna Kallmaier mun leika með ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna á næstu leiktíð en hún hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið. Hönnu þekkja flestir í Vestmannaeyjum en hún hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV síðustu tvö leiktímabil.

Hanna sem er 27 ára hefur ekki misst af einum einasta leik á þessum tveimur tímabilum og var fyrirliði liðsins á nýafstaðinni leiktíð. Hún lék átján leiki í Pepsi Max deildinni í sumar og skoraði tvö mörk, gegn Þór/KA og Breiðabliki.

Hanna var valin leikmaður tímabilsins í fyrra en hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri leikmenn félagsins þar sem dugnaður og vinnusemi hennar inni á vellinum skína í gegn í hverjum leik.

Greint er frá á síðu ibvsport.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is