09.11.2020
Miðjumaðurinn Hanna Kallmaier hefur framlengt samning sinn við ÍBV fyrir komandi keppnistímabil.
Hanna er 26 ára miðjumaður sem spilaði alla 16 leiki ÍBV í Pepsi Max deild kvenna á seinasta keppnistímabili. Hanna átti frábært tímabil og var í lok tímabilsins valin besti leikmaður liðsins.
Hanna er mikilvægur hlekkur í ÍBV liðinu, hún er mikill dugnaðarforkur og tilbúin að leggja mikið á sig, einnig er hún frábær fyrirmynd fyrir yngri leikmenn.