Handbolta stelpurnar komnar í undanúrslit

ÍBV Stelpurnar okkar komnar í undanúrslit!

Í gær mættu stelpurnar okkar í meistaraflokki Stjörnunni í leik 2 í einvígi liðanna, en í boði var sæti í undanúrslitum.
Heimakonur voru sterkari á allra fyrstu mínútum leiksins en svo settu stelpurnar okkar í annan gír og náðu ágætis forskoti, með sterkum varnarleik og markvörslu í fyrirrúmi. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 10-13, ÍBV í vil.

Í síðari hálfleik lék ÍBV liðið á alls oddi og byggði upp frábært forskot, náði með 7 marka forystu og stóðu leikar 20-27 þegar 5 mínútur voru til leiksloka.
Stjörnuliðið gerði þá öflugt áhlaup og náðu mest að minnka niður í 2 marka mun, en stelpurnar okkur náðu að klára verkefnið og 26-29 sigur staðreynd.
Marta var geggjuð, varði 18 skot í markinu og Darija varði 1 vítakast.

Mörk ÍBV í leiknum:

 • Hanna 8
 • Harpa 8
 • Ásta Björt 5
 • Elísa 3
 • Karolina 2
 • Lina 2
 • Aníta 1

Stelpurnar eru því komnar í undanúrslit og mæta þar KA/Þór, fyrsti leikurinn verður á Akureyri á sunnudaginn 23.maí.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search